Kjósum oftar

Hvernig væri að kosningatímabil til Alþingiskosninga yrði fært niður í tvö ár í staðin fyrir fjögur? Ég held að það gæti verið nokkuð gott, það er svo mikið í gangi núna fyrir kosningar, allskonar samningar sem lengi hafa verið í deiglunni eru undirritaðir og mál kláruð í einum grænum. Skiljanlegt, ráðherrar og sumir alþingismenn að hætta störfum og hreinsa upp sín mál. Sem manni finnst nú á stundum að séu geymd til að nota í kosningabaráttu svo góðu verkin séu mönnum fersk í minni á kosningadag.

þetta þarf að gerast oftar.  Við erum hvort eð er alltaf að skipta um ráðherra erum t.d. búin að hafa þrjá Forsætisráðherra þetta tímabil og aðrir hafa svissað embættum hægri og "vinstri". Svo er náttúrulega svo gagnlegt að fá  þessa umræðu og loforð um hvað allir ætla að gera ef... ef.. sumt er samt alveg ótrúlega vitlaust  ef menn skoða yfir völlinn og setja sig inn í hugmyndirnar þær eru sumar hverjar ekki alveg hugsaðar til enda. Kannski ættum við að hafa Alþingiskosningar samhliða Eurovision á hverju ári og leyfa símakosningu á hverja við viljum sjá í ráðherrastólum alveg óháð flokkum og listum.  Ég er viss um að þátttaka yrði fram úr hófi og við myndum ekki standa okkur síður en í Supernova.  Annars er ég svolítið hugsi yfir því að fólk hafi virkilega þær hugmyndir um okkur á landsbyggðinni að við getum bara lifað af því að tína fjallagrös,brugga bjór og fá sér jullu og róa til fiskjar. En þar sem ég er nú nýbúin að missa vinnuna þá gæti kannski eitthvað af þessu hentað mér ætti kannski ekki að útiloka að þetta sé innmitt það sem ég þarf, enn ekki reikna með að ég borgi neina skatta af þessari atvinnu nýsköpun , það verða einhverjir aðrir að leggja í það púkk til að sjá um að fjármagna ríkisútgjöldin sem í fljótu bragði virðast alla vega ekkert vera að minnka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir töluverða dvöl hjerna í höfuðborginni hef jeg komist að því að sú er raunin að fólk hjerna einmitt hefur "þær hugmyndir um okkur á landsbyggðinni að við getum bara lifað af því að tína fjallagrös,brugga bjór og fá sér jullu og róa til fiskjar".  

Það er eins og það hafi aldrei heyrt um að gefa beljum og slátra lömbum.  

Sverrir Berndsen (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband