29.3.2007 | 00:55
Bleikir miðar
Jæja eitthvað er nú kellan búin að vera löt í þessu bloggi bara ekkert í langan tíma. Það er svona þegar alltaf er þvílíkt brjálað að gera á öllum vígstöðum. Endalausar Reykjavíkur ferðir um hverja helgi á árshátíðir og í fermingarveislur og dagarnir bara hverfa, alltaf helgar og mánaðarmót um aðra hverja helgi. Ég held að þetta hafi ekki verið svona í dentíð, allt svo miklu betra í gamla daga. Eða hvað ? Kanski þarf ég bara að fá mér tímavél sem getur sent mig fram og aftur í tíma svo ég hafi tíma til alls þess sem ég þarf að gera og ekki síst það sem ég ætla að gera en hef ekki tíma til og hef fyrir löngu sett í langtímageymslu yfir það sem ég ætla að gera. Þetta er farið að hljóma eins og landsbanka auglýsingin um að eyða í sparnað. Hausinn á mér er örugglega fullur af svona bleikum miðum, og margir svona gulir innanum sem settir eru á bið. Vona bara að það sé skemmtilegt aðstoðarfólk í mínum haus sem tekst að ýta þessum gulu miðum eitthvað áfram. Bölvað bull er þetta. já það sagði ég líka fyrst þegar ég sá þessa auglýsingu því ég fattaði hana bara alls ekki .. það var ekki fyrr en Spaugstofu grínararnir sneru þessari auglýsingu upp á Kristinn Björnsson fyrverandi olíubarón eftir að hann hafði komið í kastljós og bullað eitthvað í marga hringi ,um olíusamráð, honum hefði ekki veitt af að finna hvað stóð á gula minnismiðanum sem hann var greinilega búinn að týna úr sínum haus. Þá fattaði ég auglýsinguna.
Á föstudaginn fer ég i Sjallan á Akureyri, Sonja mín er að keppa í Ungfrú Norðurland og ég náttúrulega læt mig ekki vanta, vona bara að Dolli verði orðin hress af flesnsunni og komist líka. Karlmenn og veikindi ... segi ekki meir... vona bara svo innilega að hann fari að hressast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.