8.3.2007 | 18:05
Konur hvar stöndum við ?
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag.
Einu sinni hélt ég að ég væri grjótharður feministi af því að mér fannst og finnst ennþá að konur eigi að hafa jafnan rétt á við karla, sömu laun fyrir sömu vinnu, sömu tækifæri í lífinu að gera það sem maður vill, burtseð frá kyni. En þá var mér góðfúslega bent á að ég væri alls ekki harður feministi heldur bara jafnréttissinni. Já þá það, því það er akkúrat það sem ég vill, ég vil jafnrétti og finnst það reyndar grátlegt að við séum enn þann dag í dag að borga köllum meira kaup en konum fyrir sömu vinnu en það segir okkur reyndar meira um vinnuveitandann en jafnréttið.
En hvað er það sem við konur viljum.. viljum við virkilega að sett séu lög um konur umfram karla? eða er ég bara svona græn að halda að hægt sé að koma á jafnrétti án sértækra aðgerða gegn karlrembum.
Satt að segja finst mér vera komið of mikið af kvennfyrirhyggju í umferð, stundum eins og við konur séum alltaf að reyna að hafa vit fyrir hvor annari og ákveða hvað konur vilja og setja það svo bara í lög. Ef ég vil vera í stjórn einhvers fyrirtækis þá hlýt ég að skapa mér þá stöðu sjálf ekki með lögum heldur eigin verðleikum. Ég vildi ekki sjá kall í stjórn míns fyrirtækis sem ekki á þar neitt erindi og ekki heldur konu. Ef ég vildi fara á þing þá lít ég svo á að mér standi allar dyr galopnar í þeim efnum , sem íbúa þessa lands, það er bara spurnig hvað ég hef fram að færa og fyrir hvað ég stend, er ég hæf, vil ég eyða böns af peningum í prófkjör ? en ekki afþví bara að ég er kona, eða karl. Það á að meta fólk af verðleikum ekki eftir kynferði. Þá er nú lýðræðið farið fyrir lítið ef við ætlum að fara að binda kvenfrelsið í lög eins og ég las einhvers staðar.
Enda skil ég ekki þetta orð Kvenfrelsi frelsi til að gera hvað ? hvað er það sem kallar á þetta orð ? ég er frjáls kona ( í orðsins fyllstu merkingu ) ég er ekki neydd til neins vegna þess að ég er kona, ég hlýt alltaf að hafa val. Ég hef aldrei heyrt talað um Karlfrelsi.
Svo er það náttúrulega fyrirhyggjan sem öllu tröllríður og ákveður fyrir okkur hvað við viljum og eigum að vilja. Stundum finnst mér eins umræðan sé um að allar konur eigi að vilja vera stórnendur, stórbissneskonur, ráðherrar og allt þetta sem sumum finnst svo uber mikilvægt og þær konur séu bara eitthvað út á túni sem hafa ekki áhuga eða löngun í titla og að hanga í metorðastiganum og velji sér allt aðrar leiðir í lifinu, eins og við gerum nú flestar. Því segi ég manngildið ofar öllu og áfram stelpur..við getum gert það sem við viljum því við erum auðvita , bestar, gáfaðastar og frekastar.. ef við leggjum okkur fram. Til hamingju með daginn.
Athugasemdir
Sæl Dadda.
Til hamingju með daginn og velkomin í bloggheima.
Þetta er fínn pistill hjá þér og ólikt skemmtilegri aflestrar en sumt öfga bullið í róttæka femínistaliðinu sem einokar nánast þessa umræðu.
Með góðri kveðju úr sveitinni,
Kári Lár.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:57
Sæl Dadda Þú ferð vel af stað það verð ég að segja.
Kv Halldór
Halldór G. Ólafsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.